Fréttir

29. janúar 2015

Heimildamynd um sögu íslenskra vita

 Ný heimildamynd um sögu íslenskra vita. http://vimeo.com/114219142

Ljósmál ehf. vinnur nú að gerð heimildarmyndar um sögu íslenskra vita. Þetta er fyrsta mynd sinnar tegundar hér á landi og er unnin í samstarfi reyndra innlendra kvikmyndagerðarmanna og Íslenska vitafélagins, með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Ísland vitavæddist á rúmum 80  árum, og sú uppbygging er stór hluti af framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síðst en ekki síðast öryggismálum sjómanna og sæfarenda.  Margir af þeim sem tengjast siglingum og sjávarútvegi þekkja sögu vitana vel og vita hversu mikilvægt þeirra hlutverk var.

Leikstjóri myndarinnar er Einar Þór Gunnlaugsson, framleiðandi er Dúi J. Landmark, handritshöfundur er Kristján Sveinsson sagnfræðingur, ráðgjafi er Sigurbjörg Árnadóttir og tónlist semur Ragnhildur Gísladóttir.

Mikill metnaður er lagður í framleiðslu myndarinnar, jafnt til að hægt sé að gera vitasögunni skil á sem bestan hátt, en einnig til þess að hið sjónræna umhverfi vitanna fái að njóta sín til fullnustu. Sýningar verða bæði í sjónvarpi og kvikmyndahúsi, auk erlendra kvikmyndahátíða og ráðstefna sem t.a.m. tengjast strandmenningu allri, vitum og sjósókn.  Til að gefa gleggri hugmynd um verkefnið má hér sjá kynningarmyndband:  

http://vimeo.com/114219142